Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mið 01. maí 2024 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Ásgeir Marteinsson (Þróttur Vogum)
Ásgeir hér með Gunnari Má Guðmundssyni, þjálfara Þróttar.
Ásgeir hér með Gunnari Má Guðmundssyni, þjálfara Þróttar.
Mynd: Þróttur V.
Litli bróðir tuðar endalaust.
Litli bróðir tuðar endalaust.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Finnur Ólafsson.
Finnur Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Aftureldingu í fyrra.
Í leik með Aftureldingu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við Óli myndum bara slaka á með einn kaldann á meðan þeir finna út úr þessu'
'Við Óli myndum bara slaka á með einn kaldann á meðan þeir finna út úr þessu'
Mynd: Þróttur Vogum
'Vissi ekki að hann væri svona mikill toppmaður'
'Vissi ekki að hann væri svona mikill toppmaður'
Mynd: Þróttur Vogum
Hætta við að hætta?
Hætta við að hætta?
Mynd: Getty Images
Það styttist í að 2. deild karla fari af stað og erum við á Fótbolta.net á fullu að birta spá þjálfara fyrir deildina. Í fimmta sæti í spánni er Þróttur Vogum.

Miðju- og kantmaðurinn Ásgeir Marteinsson verður lykilmaður fyrir Þróttara í sumar. Hann gekk í raðir félagsins í vetur eftir að hafa leikið með Aftureldingu í fyrra. Ásgeir er uppalinn hjá HK og lék þar lengi í meistaraflokki, en hann hefur einnig spilað með ÍA á sínum ferli.

Í dag sýnir Ásgeir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Ásgeir Marteinsson

Gælunafn: Geiri, Seiðkarl, Seiði

Aldur: 29 ára

Hjúskaparstaða: Á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Fyrsti leikur í deild var sumarið 2012 gegn KFR, minnir að ég hafi skorað nokkrum mínútum eftir að hafa komið inná í þægilegum sigri.

Uppáhalds drykkur: Pax allan daginn

Uppáhalds matsölustaður: Smass

Hvernig bíl áttu: Kia Picanto

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Já ég á einhver hlutabréf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Klárlega The Office og Fóstbræður

Uppáhalds tónlistarmaður: Diddi úr 12:00 og Arnþór Ari, á erfitt með að gera upp á milli þeirra.

Uppáhalds hlaðvarp: Tvíhöfði

Uppáhalds samfélagsmiðill: Grammið held ég bara.

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Jón Gnarr enginn spurning

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Pöntunin er komin í ofninn og verður tilbúin kl. 19:52. Kveðja Pizzan.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Sem HK-ingur verð ég að segja Breiðablik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Aron Elís tímabilið sem hann fór út í mennskuna.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Erfitt að gera upp á milli þarna en Gunnar Már, Maggi Már og Ómar Ingi allir mjög góðir þjálfarar.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kristján Atli litli bróðir, drengurinn tuðar endalaust.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Fernando Torres og Finnur Ólafs

Sætasti sigurinn: Í HK þegar við unnum ÍR og tryggðum okkur upp í Pespi deildina 2018

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki farið upp í fyrra með Aftureldingu.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég tæki Bjarna Pál Linnet Runólfsson klárlega, held að honum myndi líða vel í Vogunum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Það eru HK-ingarnir Henríetta Ágústsdóttir og Karl Ágúst Karlsson.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Birgir Valur í Magna

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Magðalena Ólafsdóttir engin spurning

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Hendi þessu á Kostiantyn Pikul.

Uppáhalds staður á Íslandi: Fagrilundur langbesti staður landsins

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var mjög skemmtilegt í leik í 2.flokki þegar að dómarinn stoppaði leikinn til þess að svara í símann.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei svo sem ekki en reyni að halda sömu rútínunni á leikdag.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já svona aðeins með handboltalandsliðinu þegar þeir eru á stórmóti og á það til að kíkja á píluna.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég er í einhverjum Adidas skóm núna, hef samt verið mikill Vapor maður í gegnum tíðina.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Átti rosa erfitt með einbeitingu bara.

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sérstakt sem ég man eftir því miður.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég tæki Ólaf Örn Eyjólfsson, Ívar Örn Jónsson og Rasmus Christiansen. Við Óli myndum bara slaka á með einn kaldann á meðan þeir finna út úr þessu. Miðað við hvað Rasmus les mikið hlýtur hann að vita eitthvað um það hvernig á að koma sér af eyðieyju og svo er Ívar svona alt mulig mand.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég myndi senda Franz Bergmann Heimisson í bara hvaða þáttaröð sem er.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er nýbakaður faðir.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Jón Veigar Kristjánsson, vissi ekki að hann væri svona mikill toppmaður.

Hverju laugstu síðast: Að kærustunni að ég væri rétt ókominn heim en var ekki lagður af stað.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup eru ekki í uppáhaldi hjá mér.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég væri til í að spyrja Klopp hvort hann væri ekki til í að endurskoða það að hætta með Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner