Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mið 01. maí 2024 09:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Milan blandar sér í baráttuna um þjálfara Hákonar - Rashford vill ekki fara
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.


Manchester United býst ekki við því að nokkuð félag muni bjóða uppsett verð í Marcus Rashford, 26, í sumar sem er 70 milljónir punda. (ESPN)

PSG hefur ekki lengur áhuga á Rashford og mun eltast við aðra leikmenn fyrir sumargluggann. (i Sport)

Rashford hefur tjáð Man Utd að hann vilji ekki fara frá félaginu og sé að einbeita sér að því að finna sitt gamla form. (TBR Football)

Erik ten Hag, 54, stjóri United veit ekki hvort hann verði áfram stjóri félagsins á næstu leiktíð. (HITC)

Arsenal hefur boðið ítalska miðjumanninum Jorginho, 32, nýjan samning sem hann mun skrifa undir. Nú gildandi samningur hans rennur út í júní. (Athletic)

West Ham fær samkeppni frá Milan um Paulo Fonseca stjóra Lille. Hann er mögulegur eftirmaður David Moyes. (i Sport)

Moyes, 61, er undir smásjá Spartak Moskvu. (Mail)

Ralf Rangnick, fyrrum bráðabirgðastjóri Man Utd vill taka við af Thomas Tuchel hjá Bayern en viðræður fara fram í dag. (Bild)

Raheem Sterling, 29, leikmaður Chelsea hefur ekki verið í viðræðum við félög í Sádí-Arabíu. Chelsea er tilbúið að selja belgíska framherjann Romelu Lukaku til Sádí Arabíu. (Caught Offside)

Bruno Fernandes, 29, hefur gefið það í skyn að hann muni skoða framtíð sína eftir EM 2024 en eins og staðan er er hann að einbeita sér af úrslitum enska bikarsins og EM í sumar. (Danz Portugal)

Félög í Sádí-Arabíu hafa áhuga á Ansu Fati, 21, leikmanni Barcelona sem er á láni hjá Brighton og Clement Lenglet, 28, sem er á láni hjá Aston Villa. (Sport)

Man Utd ætlar að selja Mason Greenwood, 22, í sumar en lokaákvörðun verður tekin í lok tímabilsins. (Fabrizio Romano)

Chelsea hefur hafnað því að félagið hafi borgað flug fyrir Ruben Amorim til Lundúna í síðustu viku eða að það hafi fundað með honum yfir höfuð. (Telegraph)

Dortmund vill halda Ian Maatsen hjá félaginu eftir að Hollendingurinn hafi staðið sig vel á láni frá Chelsea. (Fabrizio Romano)

Leicester hefur rætt við Jamie Vardy, 37, um að framlengja veru sína hjá félaginu. (Mail)

Crystal Palace mun líklega selja Killian Phillips, 22, miðjumann liðsins í sumar. (Teamtalk)

Enski miðjumaðurinn Callum O'Hare, 25, sem er á óskalista Aston Villa og West Ham hefur tjáð Coventry að hann muni yfirgefa félagið á frjálsri sölu í sumar. (Football Insider)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner