Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
banner
   mið 01. maí 2024 15:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigur í Meistaradeildinni mun ekki hjálpa Tuchel
Mynd: EPA

Það er endanleg niðurstaða að Thomas Tuchel muni yfirgefa Bayern eftir tímabilið sama hvernig fer.


Bayern er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Real Madrid í fyrri leik liðana á Allianz Arena í gær.

Jan-Christian Dreesen, framkvæmdastjóri Bayern staðfestir að sama hvernig fer í Meistaradeildinni mun Tuchel yfirgefa félagið.

„Maður verður að dæma ákvörðunina á sínum tíma. Það voru öðruvísi aðstæður. Nú er annað komið upp, það er ljóst að okkar markmið er að komast í úrslit og vonandi vinna Meistaradeildina. Við myndum vera allir ánægðir saman og ganga svo í sitthvora áttina," sagði Dreesen

Ralf Rangnick fyrrum bráðabirgðastjóri Man Utd er talinn líklegastur til að taka við af Tuchel.


Athugasemdir
banner
banner