Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mið 01. maí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Viðræðum við Rangnick miðar áfram
Mynd: Getty Images
Miklar likur eru á því að þýski þjálfarinn Ralf Rangnick verði ráðinn nýr þjálfari Bayern München í Þýskalandi en viðræðum hans og félagsins miðar áfram samkvæmt Herberti Hainer, forseta Bayern.

Bayern er í leit að þjálfara fyrir næstu leiktíð þar sem Thomas Tuchel hefur ákveðið að hætta með liðið eftir tímabilið.

Margir hafa verið orðaðir við stöðuna en búið er að stroka nokkra af listanum.

Xabi Alonso var þeirra helsta skotmark en hann ákvað að vera áfram hjá Bayer Leverkusen. Julian Nagelsmann, sem stýrði liðinu frá 2021 til 2023, var einnig orðaður við endurkomu, en ákvað í staðinn að framlengja samning sinn við þýska landsliðið.

Á dögunum kom upp óvænt nafn. Ralf Rangnick var þá sagður leiða baráttuna um starfið og virðist viðræðum miða áfram.

„Við erum í góðum samræðum við Ralf Rangnick,“ sagði Hainer við Sky í Þýskalandi.

Rangnick hefur gert fína hluti með austurríska landsliðið, en síðasta starf hans í félagsliðabolta endaði ekkert allt of vel. Þá var hann bráðabirgðastjóri Manchester United frá desember 2021 og út tímabilið.

Þar vann hann aðeins 11 af 29 leikjum liðsins er það hafnaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner