Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. júní 2014 14:33
Hafliði Breiðfjörð
17 ára markvörður æfði með íslenska landsliðinu
Sindri á æfingunni í dag.
Sindri á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn Ólafsson, 17 ára gamall markvörður Keflavíkur æfði með íslenska landsliðinu í Garðinum í morgun en liðið undirbýr sig fyrir leikinn gegn Eistlandi á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.

Sindri Kristinn er fæddur árið 1997 og þykir mjög efnilegur. Hann vakti athygli með Keflavík í æfingamótunum í vetur.

Hann á að baki þrjá leiki fyrir U17 ára landslið Íslands.

Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðabliki) og Ögmundur Kristinsson (Fram) eru að undirbúa sig undir leiki með félagsliðum sínum í Pepsi-deildinni á morgun og því var Hannes Þór Halldórsson (Sandnes Ulf) eini markvörðurinn eftir í hópnum.

Því var leitað til Sindra að taka þátt í æfingunni en hér að neðan má sjá fleiri myndir af honum í Garðinum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner