Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 01. júní 2015 21:16
Daníel Freyr Jónsson
Pepsi-kvenna: Fjögurra marka sigur Blika í Árbænum
Rakel Hönnudóttir skoraði fyrsta mark leiksins.
Rakel Hönnudóttir skoraði fyrsta mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 0 - 4 Breiðablik
0-1 Rakel Hönnudóttir ('15)
0-2 Fanndís Friðriksdóttir ('21)
0-3 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('56)
0-4 Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('79)

Breiðablik vann afar sannfærandi 4-0 sigur á Fylki í leik liðana í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Blikastúlkur skoruðu tvö mörk í sitthvorum hálfleiknum, en í þeim fyrri tókst landsliðskonunum Rakeli Hönnudóttur og Fanndísi Friðriksdóttur að koma boltanum í netið framhjá Evu Ýr Helgadóttir.

Telma Hjaltalín Þrastardóttir tókst síðan að skora eftir að náð frákasti af eigin skoti, áður en Aldís Kara Lúðvíksdóttir innsiglaði sigurinn rúmum 10 mínútum fyrir leikslok.

Breiðablik fór með sigrinum aftur á toppinn og upp fyrir Þór/KA, sem komst þangað með sigri á KR fyrr í kvöld. Fylkir er með þrjú stig í sjöunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner