„Við vorum góðar allan tímann og gáfum þeim engin færi á okkur," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks eftir 0-4 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 4 Breiðablik
„Við sköpuðum líka fullt af færum og þó fyrsta markið hafi verið gjöf þá fannst mér við vera líklegar og spila mikið betur en þær allan tímann. Við vorum bara góðar og ég er mjög sáttur við leikinn. Góður leikur hjá liðinu heilt yfir."
„Við fengum þrjú stig út úr þessu og það var markmiðið og spiluðum heilt yfir vel. Svo er næsta verkefni og það telja stigin og vonandi fáum við sem oftast þrjú stig í leik."
Næsti leikur Breiðabliks er stórleikur við Stjörnuna í 16 liða úrslitum bikarins á föstudaginn.
„Það er hörkuleikur, við fáum reyndar ekki þrjú stig fyrir hann en getum komist áfram í bikarnum. Það er bara úrslitaleikur, bikarinn gengur út á það, það er alltaf úrslitaleikur. Þarf maður ekki alltaf að vinna bestu liðin til að fá bikara, það er tekið í öfugri röð núna en það er þessi leikur og við þurfum að vinna Stjörnuna til að verða bikarmeistarar og þurfum að byrja á því núna."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir