Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   mið 01. júní 2016 07:30
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Tækifæri til að grípa gæs í kvöld
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Munu einhverjir nýta tækifærin í leikjunum fram að EM eins og Arnór Ingvi hefur gert.
Munu einhverjir nýta tækifærin í leikjunum fram að EM eins og Arnór Ingvi hefur gert.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland á tvo vináttulandsleiki eftir fram að Evrópumótinu. Það eru þrettán dagar í að flautað verði til leiks Íslands og Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard.

Í kvöld verður leikið gegn Noregi í Osló og ljóst að Ísland muni ekki tefla fram sínu „sterkasta" liði. Sumir eru nánast nýkomnir úr leikjum með sínum félagsliðum og einhverjir að glíma við meiðsli.

Heimir og Lars komu mörgum á óvart þegar hópurinn fyrir EM var opinberaður. Fastakúnnar eins og Gunnleifur Gunnleifsson, Ólafur Ingi Skúlason og Rúrik Gíslason þurftu að bíta í eplið súra og ungir leikmenn fengu kallið.

Þjálfararnir eru kannski ekki eins fyrirsjáanlegir og margir héldu og Heimir sagði í viðtali við undirritaðan í gær að þeir gætu alveg eins komið einhverjum á óvart með liðsvali í fyrsta leik á EM.

„Nú er tækifærið fyrir einhverja að spila sig inn í liðið. Það er ekki búið að ákveða byrjunarliðið gegn Portúgal," sagði Heimir.

Í vináttuleikjum hingað til hefur hreint út sagt ekki verið algengt að menn utan hins hefðbundna byrjunarliðs og þeirra örfáu sem eru þar í kring hafi gert tilkall til að vera í alvöru hlutverki. En það eru enn tækifæri til að koma sér í þann hóp og eitt stórt kemur í kvöld á Ullevaal.

Ætlar einhver að spila sama leik og Arnór Ingvi gerði og grípa gæsina í þeim vináttulandsleikjum sem framundan eru? Ég bíð spenntur að sjá.
Athugasemdir
banner
banner
banner