Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkinga var að vonum svekktur með að fá ekkert út úr leiknum við Hauka í Inkasso-deildinni í kvöld.
„Þetta var gríðarlega svekkjandi, að mínu mati vorum við betri aðilinn í leiknum, sköpuðum fleiri færi og áttum skilið meira en ekkert úr leiknum," sagði Rafn.
„Þetta var gríðarlega svekkjandi, að mínu mati vorum við betri aðilinn í leiknum, sköpuðum fleiri færi og áttum skilið meira en ekkert úr leiknum," sagði Rafn.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 2 Haukar
Leikur Njarðvíkur og Hauka var frekar tíðindarlítill fram að marki Njarðvíkur í fyrri hálfleik. en eftir það virtust Njarðvíkingar ætla taka öll völd í leiknum.
„Við fengum helling af færum til að setja fleiri mörk í leiknum og það er dýrt að ná því ekki."
Njarðvíkingum hefur gengið illa að halda út á heimavelli í sumar en þetta var þriðji leikurinn í röð á heimavelli sem Njarðvíkingar fá á sig mark undir lok leiks.
„Auðvitað er það slæmt að fá á sig mark alltaf í lokin, erfitt að vinna leiki þegar við erum í jöfnum leikjum og fáum á okkur mark í lokin, þá er erfitt að taka stigin þaðan."
Njarðvíkingar fá Framara í heimsókn í næstu umferð. „Við ætlum okkur sigur hérna heima, það er einfalt og það kemur hérna á föstudaginn," Sagði Rabbi að lokum.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir