Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júlí 2015 22:00
Arnar Geir Halldórsson
1. deild kvenna: Fram lagði Álftanes
Framkonur unnu góðan útisigur í kvöld
Framkonur unnu góðan útisigur í kvöld
Mynd: Katrín J. Björgvinsdóttir
Álftanes 0 - 1 Fram
0-1 Guðrún Ólöf Olsen (´34)

Guðrún Ólöf Olsen skoraði eina mark leiks Álftanes og Fram sem fram fór á Bessastaðarvelli í kvöld en liðin leika í B-riðli 1.deildar kvenna.

Fjögur stig skildu liðin að fyrir leikinn en þessi sterki útisigur Framkvenna styrkir stöðu liðsins í 3.sæti riðilsins. Þær eru nú með jafnmörg stig og FH sem er í öðru sæti en hafa leikið einum leik meira.

Álftaneskonur eru hinsvegar í basli en þetta var fimmti leikurinn í röð án sigurs. Álftanes í 5.sæti riðilsins með fimm stig eftir sex leiki.
Athugasemdir
banner