Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júlí 2015 21:25
Magnús Valur Böðvarsson
4. deild: Árborg, Örninn og Augnablik með sigra
Hjörvar Hafliðason stóð sig vel í marki Augnabliks í kvöld
Hjörvar Hafliðason stóð sig vel í marki Augnabliks í kvöld
Mynd: Blikar.is
Tómas Ingvi Hassing og félagar í Árborg eru í góðum málum í A-riðli
Tómas Ingvi Hassing og félagar í Árborg eru í góðum málum í A-riðli
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Þrem leikjum er lokið í 4.deild karla. Árborg, Augnablik og Örninn unnu öll sína leiki í sitthvorum riðlinum.

A-riðill
Topplið Árborgar hélt áfram sigurgöngu sinni þegar það lagði stigalaust lið Kónganna örugglega 3-0. Árborgarmenn eru langt komnir með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að júlí mánuður hafa verið að ganga í garð en Kóngarnir eru á botninum stigalausir en batamerki voru á leik liðsins í kvöld.

Kóngarnir 0 - 3 Árborg
0-1 Tómas Ingvi Hassing (25')
0-2 Tómas Ingvi Hassing (28')
0-3 Ingimar Helgi Finnsson (65')

B - riðill
Augnablik heldur áfram í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og eru í öðru sæti á eftir KH eftir góðan sigur á baráttuglöðu liði Vatnaliljanna. Sjónvarpsmaðurinn Hjörvar Hafliðason átti góðan leik í marki Augnabliks og varði þrisvar mjög vel. Augnabliksmenn voru sterkari og verðskulduðu sigurinn.

Vatnaliljur 2 - 3 Augnablik
0-1 Gunnar Örn Jónsson (26')
1-1 Fannar Eðvaldsson (45')
1-2 Hjörtur Júlíus Hjartarson (50')
2-2 Felix Hjálmarsson (51')
2-3 Aron Geir Eggertsson (65´)

C - riðill
Örninn heldur áfram að koma á óvart og unnu óvæntan sigur á liði Skínanda en spurning hvort það hafi haft áhrif á lið þeirra að 2.flokkur Stjörnunnar spilaði leik í gær. Með sigrinum vippaði Örninn sér upp fyrir þrjú lið og uppí annað sætið með 10 stig í afar jöfnum c riðli. Skínandi er í þriðja með 8 stig ásamt KFG sem á leik til góða.

Örninn 2 - 1 Skínandi
1-0 Markaskorara vantar (24')
2-0 Markaskorara vantar (68')
2-1 Markaskorara vantar (72')

Markaskorarar eru fengnir af úrslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner