Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. júlí 2015 20:00
Arnar Geir Halldórsson
Cech svarar morðhótunum: Ekki alvöru stuðningsmenn
Petr Cech mun verja mark Arsenal á næstu leiktíð
Petr Cech mun verja mark Arsenal á næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Ein stærstu félagaskipti sumarsins í enska boltanum gengu í gegn síðastliðinn mánudag þegar Chelsea goðsögnin Petr Cech gekk í raðir Arsenal.

Þessi skipti fóru illa í suma stuðningsmenn Chelsea og sem dæmi bárust Cech morðhótanir frá einhverjum þeirra. Tékkinn vandar þessum mönnum ekki kveðjurnar og segir þá ekki vera alvöru stuðningsmenn.

„Alvöru stuðningsmenn hafa sent mér jákvæð og ánægjuleg skilaboð. Þeir kunna að meta hvað ég gerði fyrir félagið. Eitthvað fólk sendi mér miður falleg skilaboð en það eru ekki alvöru Chelsea stuðningsmenn”.

Cech hefur verið hjá Chelsea frá árinu 2004 og unnið marga titla með félaginu. Hann missti sæti sitt í liðinu á síðustu leiktíð í hendur Thibaut Courtois. Cech segir það vera ástæðuna fyrir félagaskiptunum.

„Þetta var erfið ákvörðun en þetta er rétt ákvörðun. Síðustu dagar hafa verið yfirþyrmandi. Ég áttaði mig á því á síðasta tímabili hvað ég elska að vera í stóru hlutverki í hverri viku. Þetta er ekki tíminn fyrir mig til að sitja á bekknum svo ákvörðunin er bara fótboltalegs eðlis"

“Síðasta tímabil var erfitt. Þetta var ný staða fyrir mig. Leikdagar voru erfiðir en það er hluti af þessu starfi að vera varamarkmaður”.

Þrátt fyrir að hafa verið hent á bekkinn ber Cech engan kala til Jose Mourinho, stjóra Chelsea. Þvert á móti talar hann afar vel um Portúgalann.

„Jose er einn besti þjálfari í heimi. Okkar samband hefur ekki breyst þó hann hafi valið að nota Thibaut Courtois á síðustu leiktíð”.

„Við virðum hvorn annan. Hann tók sína ákvörðun og ég tek mína ákvörðun. Við áttum gott spjall og ég veit að hann vildi halda mér”,
sagði þessi nýjasti liðsmaður Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner