Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. júlí 2015 16:14
Elvar Geir Magnússon
Danny Blind nýr þjálfari Hollendinga (Staðfest)
Danny Blind og Guus Hiddink.
Danny Blind og Guus Hiddink.
Mynd: Getty Images
Danny Blind hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari Hollands. Hann tekur við af Guus Hiddink sem hætti störfum á mánudag eftir aðeins tíu mánuði í starfi.

Blind var aðstoðarmaður Hiddink en hann lék 42 landsleiki á leikmannaferli sínum en þar lék hann fyrir Ajax og Spörtu í Rotterdam.

Einnig er hann fyrrum þjálfari Ajax.

Hiddink (68 ára) tapaði fimm leikjum og vann fjóra af þeim 10 leikjum sem hann stýrði en Holland er í þriðja sæti í undankeppni fyrir EM 2016.

Hann baðst afsökunar á því að skilja við liðið fimm stigum á eftir toppliði Íslands og þremur á eftir Tékklandi í A-riðli undankeppninnar.

Fyrsti mótsleikur Hollands undir stjórn Blind verður gegn Íslandi á Amsterdam Arena þann 3. september en stöðuna í riðlinum má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner