Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 01. júlí 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Fimm leikmenn Sindra í agabanni eftir Humarhátíð
Auðun Helgason er þjálfari Sindra en leikmenn liðsins gerðust sekir um agabrot á Humarhátíð um helgina.
Auðun Helgason er þjálfari Sindra en leikmenn liðsins gerðust sekir um agabrot á Humarhátíð um helgina.
Mynd: Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Fimm leikmenn Sindra voru í agabanni þegar liðið tapaði 4-1 gegn Leikni Fáskrúðsfirði í 2. deildinni í gær.

Leikmenn brutu agareglur þegar Humarhátíð fór fram á Höfn í Hornafirði um helgina.

„Það voru nokkrir leikmenn sem fóru ekki eftir reglum og eini kosturinn var að bregðast við því," sagði Auðun Helgason þjálfari Sindra við Fótbolta.net.

Fyrrum landsliðsmaðurinn Auðun var sjálfur á varamannabekknum sem leikmaður í gær sem og leikmenn úr yngri flokkunum.

„Ég var með takkaskóna á mér í gær og við vorum með tvo stráka úr 3. flokki í hópnum. Þetta er rosalega lítill hópur og það má ekkert út af bregða. Þetta kemur illa niður á liðinu. Það stendur samt alls ekki til að ég fari að spila enda hafði ég vit á því að setja sjálfan mig ekki inn á í gær," sagði Auðun léttur í bragði.

Næsti leikur Sindra er gegn Njarðvík á sunnudag en ekki er ljóst hvort leikmennirnir fimm muni snúa aftur fyrir þann leik.

„Ég er ekki byrjaður að hugsa það. Ég ætla að sofa á þessu í dag og á morgun. Ég hef smá svigrúm til að hugsa þessa hluti," sagði Auðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner