Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 01. júlí 2015 14:30
Elvar Geir Magnússon
Nani hefur komist að samkomulagi við Fenerbahce
Nani í leik með Sporting síðasta tímabil.
Nani í leik með Sporting síðasta tímabil.
Mynd: Getty Images
Nani, vængmaður Manchester United, hefur komist að samkomulagi við tyrkneska félagið Fenerbahce um kaup og kjör. Búist er við því að gengið verði frá félagaskiptunum í næstu viku.

Íþróttastjóri Fenerbahce, Giuliano Terraneo, hefur ferðast til Portúgal til að fara yfir smáatriði í samkomulaginu við umboðsmann leikmannsins.

Viðræður gengu hægt fyrir sig þar sem fjölskylda leikmannsins var ekki viss um að flytja búferlum til Tyrklands en hefur nú ákveðið að reyna að búa í nýju landi. Nani var sjö ár í Manchester og eitt ár í Lissabon þar sem hann var á láni hjá Sporting.

Nani skoraði ellefu mörk fyrir Sporting í öllum keppnum síðasta tímabil og gæti orðið þriðji portúgalski landsliðsmaðurinn hjá Fenerbahce.
Athugasemdir
banner
banner