mið 01. júlí 2015 11:03
Magnús Már Einarsson
Nathaniel Clyne í Liverpool (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Liverpool
Liverpool hefur keypt hægri bakvörðinn Nathaniel Clyne frá Southampton.

Kaupverðið hljóðar upp á tíu milljónir punda en upphæðin getur hækkað upp í samtals 12,5 milljónir punda ef Clyne stendur sig vel hjá Liverpool.

Hinn 24 ára gamli Clyne skrifaði sjálfur undir fimm ára samning við Liverpool.

Clyne lék vel með Southampton á síðasta tímabili en hann vann sér meðal annars inn sæti í enska landsliðinu.

Hann er sjötti leikmaðurinn sem Liverpool fær í sumar á eftir James Milner, Danny Ings, Adam Bogdan, Joe Gomez og Roberto Firmino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner