mið 01. júlí 2015 12:38
Elvar Geir Magnússon
NEC ekki enn náð samkomulagi varðandi Hannes
Hannes í landsleik gegn Króatíu.
Hannes í landsleik gegn Króatíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenska félagið NEC Nijmegen hefur ekki náð samkomulagi við norska félagið Sandnes Ulf um kaup á landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni.

Ernest Faber, þjálfari NEC, segir við hollenska fjölmiðla vonast til að málin skýrist eftir næsta leik Sandnes en að honum loknum kemur þriggja vikna frí hjá norska liðinu. Faber vill fá Hannes í sínar raðir en málið er í biðstöðu.

Hannes fer ekki leynt með vilja sinn til að ganga í raðir NEC og sagðist í samtali við Fótbolta.net í dag vonast til þess að samkomulag muni nást sem fyrst.

Hannes hefur leikið afar vel með Sandnes og íslenska landsliðinu og hefur það vakið áhuga NEC sem endurheimti sæti sitt í hollensku úrvalsdeildinni síðasta vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner