Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. júlí 2015 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mirror 
Roy Keane hélt aldrei með Man Utd
Mynd: Getty Images
Roy Keane gerði magnaða hluti sem miðjumaður Manchester United og var lykilmaður í mörgum fræknum sigrum félagsins þar sem hann lék í tólf ár, frá 1993 til 2005.

Keane hefur verið mikið viðriðinn knattspyrnuheiminn eftir að hafa lagt skóna á hilluna og hefur ekki verið feiminn að tjá sig við fjölmiðla um hin ýmsu mál.

Keane hefur úthúðað Sir Alex Ferguson og Man Utd reglulega og sagði í viðtali við Today FM að hann hafi aldrei haldið með Rauðu djöflunum.

Þetta þýðir að ein helsta goðsögn Man Utd hélt aldrei með félaginu. Keane viðurkenndi að hann hafi alltaf verið stuðningsmaður Tottenham í laumi.
Athugasemdir
banner
banner
banner