Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júlí 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Samuel Eto´o til Antalyaspor (Staðfest)
Tyrkland kallar.
Tyrkland kallar.
Mynd: Getty Images
Samuel Eto´o hefur gert þriggja ára samning við tyrkneska félagið Antalyaspor.

Hinn 34 ára gamli Eto´o losnaði undan samningi hjá Sampdoria á dögunum.

Eto´o hefur verið á flakki undanfarin ár en hann hefur frá árinu 2013 spilað með Chelsea, Everton, Sampdoria og nú hefur hann samið í Tyrklandi.

Forráðamenn Antalyaspor eru ekkert að leika sér en þeir eru einnig að semja við Ronaldinho, fyrrum liðsfélaga Eto´o hjá Barcelona.

Antalyaspor var að komast upp í tyrknesku úrvalsdeildina en félagið ætlar einnig að reyna að fá eitt stórt nafn til viðbótar fyrir komandi tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner