mið 01. júlí 2015 20:25
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Sigurbergur: Hefur gefið mér heilmikið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir sjálfan mig. Ég þurfti að koma þessu út til að létta á mér,“ sagði Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur, í Akraborginni á X-inu í dag.

Hann var þar að tala um pistilinn sem hann skrifaði og birtist á sunnudag þar sem hann fjallaði um baráttu sína við þunglyndi og kvíða.

„Ég hef fengið frábæran stuðning eftir pistilinn og hef greinilega náð að opna augu margra sem eru að glíma við svipað vandamál. Það gefur mér heilmikið."

„Ég er ánægður með stuðninginn sem ég hef fengið eftir þetta og það er virkilega gaman að sjá póstana sem hafa komið. Fólk sem ég hef aldrei hitt er að þakka mér fyrir. Þau segja að þetta hafi gefið þeim von um betra líf.“

Hægt er að hlusta á viðtalið úr Akraborginni í spilaranum hér að neðan:


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner