mið 01. júlí 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Sky: Robinho á leið til Paulinho í félaga í Guangzhou
Mynd: Getty Images
Hinn 31 árs gamli Robinho er búinn að tilkynna brottför sína frá Santos í sumar og er búist við að hann fari til Guangzhou Evergrande í kínversku deildinni.

Brasilíska goðsögnin Luiz Felipe Scolari er þjálfari Guangzhou og er þegar búinn að fá Paulinho til liðs við sig frá Tottenham.

Sky greinir frá því að næsti áfangastaður Robinho sé Guangzhou og verður því gaman fyrir Íslendingana Viðar Örn Kjartansson og Sölva Geir Ottesen, sem leika fyrir Jiangsu Sainty, að mæta stórstjörnum í kínversku deildinni.

Guangzhou hefur fengið níu stig af síðustu fimmtán mögulegum og er í þriðja sæti kínversku deildarinnar, tveimur stigum frá toppliði Beijing Guoan. Viðar Örn og félagar í Jiangsu eru í sjötta sæti, níu stigum frá Guangzhou.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner