mið 01. júlí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stóri Sam líklegastur hjá Leicester
Stóri Sam gerði frábæra hluti hjá West Ham á síðasta tímabili.
Stóri Sam gerði frábæra hluti hjá West Ham á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Leicester City tók umdeilda ákvörðun í gær og rak Nigel Pearson, knattspyrnustjórann sem kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina og hélt því þar á ótrúlegan hátt á síðasta tímabili.

Pearson hefur lengi verið umdeildur karakter enda átt nokkur skrautleg viðtöl í gegnum tíðina en brottreksturinn kemur skömmu eftir skandal í æfingaferð félagsins í Taílandi þar sem sonur Nigel var rekinn úr herbúðum Leicester eftir að hafa tekið upp kynlífsmyndband með liðsfélögum sínum og vændiskonum í Bangkok.

Hægt er að veðja á næsta stjóra félagsins og er Stóri Sam Allardyce talinn langlíklegastur af Sky Bet.

Neil Lennon, stjóri Bolton, er talinn næstlíklegastur á meðan Sean Dyche, Esteban Cambiasso og Martin O'Neill koma þar á eftir.

David Moyes og Roberto Di Matteo hafa einnig verið orðaðir við starfið og þá eru Michael Laudrup, Harry Redknapp og Jürgen Klopp taldir ólíklegastir á listanum.

Líklegastir til að taka við Leicester:
Sam Allardyce 3/1
Neil Lennon 11/2
Sean Dyche 10/1
Esteban Cambiasso 10/1
Martin O'Neill 10/1
David Moyes 14/1
Roberto Di Matteo 14/1
Michael Laudrup 20/1
Harry Redknapp 20/1
Jürgen Klopp 20/1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner