Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. júlí 2016 09:23
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Aron Einar í lagi og æfir í dag
Icelandair
Aron Einar í leiknum á móti Englandi
Aron Einar í leiknum á móti Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback var fulltrúi Íslands á fréttamannafundi í Annecy í dag, ásamt Birki Má Sævarssyni og Jóni Daða Böðvarssyni.

Svíinn var spurður út í standið á Aroni Einari en hann hefur eitthvað verið að glíma við meiðsli.

„Hann mun æfa í dag, það ætti ekki að vera vesen. Hann æfði ekki í gær því hann var með eitthvað í bakinu."

„Samkvæmt sjúkraþjálfurum hefði ekki átt að gera neitt í gær en hann æfir í dag og hann ætti að vera í lagi og allir 23 leikmennirnir ættu að vera í lagi."

„Ég á ekki von á að einhver meiðist á æfingu og ef einhver leikmaður meiðir annan leikmann á æfingu, á hann ekki von á góðu," sagði Lars léttur.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner