Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. júlí 2016 14:50
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Aron: Fer áfram á hausnum - Hver myndi ekki gera það?
Icelandair
Aron Einar hefur lítið æft á EM vegna meiðsla.
Aron Einar hefur lítið æft á EM vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er búinn að vera tæpur í hægri nára, vinstri nára, aftan í læri og kálfunum en maður fer bara áfram á hausnum. Hver myndi ekki gera það?" sagði Aron Einar við fjölmiðla í dag þegar hann var spurður út í meiðslin sem hann hefur verið að spila í gegnum.

Eins og flestir vita hefur Aron Einar verið að glíma við meiðsli í keppninni en hann hefur samt sem áður, spilað nánast 90 mínútur í öllum leikjum.

Hann var spurður hvort það að spila í gegnum meiðsli hefði áhrif á stöðu hans hjá Cardiff.

„Alls ekki, ég tala duglega og oft við sjúkraþjálfarana og þeir vissu mína stöðu fyrir mót og voru ekki bjartsýnir að ég myndi ná þessu móti en ökklinn hefur haldið eins og þið vitið."

„Ég náði ekki að æfa eins mikið og ég vildi, fótboltalega séð. Þegar maður kemur í 100% leiki án þess að æfa fótboltalega, gefa aðrir vöðvar sig."

Aron var einnig spurður um ummæli sem Lars Lagerback lét falla þegar hann skammaði leikmenn við fjölmiðla, þegar þeir mættu seint í kvöldmat á hótelinu þeirra. Aron skildi afhverju Lars sagði þetta og hrósar honum í leiðinni.

„Þetta var misskilningur en ég hef ekkert rætt það við Lars. Það voru einhverjir seinir þarna sem héldu að við ættum ekki að borða á hótelinu. Það eru allir að læra og ég held það haldi okkur á tánum, vitandi það að hann sendi okkur pillu í fjölmiðlum og það var allt í góðu, þeir tveir ráða, það er bara þannig. Þetta kveikti á mönnum aftur, hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann hefur gert þetta áður," sagði Aron.

Smelltu hér til að horfa á viðtali við Aron í heild

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner