Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. júlí 2016 15:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Aron: Fíla allir þessa sögu sem við erum að skrifa
Icelandair
Aron Einar fagnar.
Aron Einar fagnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, segir að sigurinn á Englandi síðastliðið mánudagskvöld eigi eftir að lifa lengi í minningunni. Aron segir þó að dagarnir eftir leikinn hafi verið erfiðir.

„Þeir hafa verið erfiðir í rauninni," sagði Aron aðspurður hvernig dagarnir eftir leikinn hefðu verið.

„Við reyndum að endurheimta eins mikið og maður gat, það var mikilvægt að fá þennan tíma á milli leikja. Við erum búnir að spila á sama mannskapnum svolítið mikið og við höfum verið heppnir með það. Þessir dagar hafa verið ótrúlegir og lyginni líkast. Þetta er eitthvað sem maður mun muna eftir þangað til maður deyr. Sem stoltur Íslendingur þá trúi ég því," sagði Aron.

Leikmenn Wales fögnuðu sigrinum á Íslandi vel og innilega. Aron spilar með Cardif og hann segist hafa fengið fullt af skilaboð frá Wales eftir leikinn.

„Alveg heilan helling. Þetta eru náttúrulega nágrannar og þetta er eins og gengur og gerist. Þetta er eins og Cardiff á móti Swansea. Þeir töluðu um að þeir fylgdu litla liðinu en það spilar líka inn í að við erum með leikmenn sem þeir hafa spilað með. Þeir hafa margir hverjir spilað með Gylfa og þeir halda greinilega með okkur," sagði Aron.

Hann segir Englendinga líka hafa haft samband við sig eftir leikinn.

„Það fíla allir þessa sögu sem við erum að skrifa og kunna að meta hana og þeir hafa meira respect fyrir okkur en var. Það er jákvætt. Við höfum öll rifið Ísland á hærra plan, hvort sem þú ert fjölmiðlamaður eða stuðningsmaður, leikmaður eða þjálfari það eru allir á sama plani og allir að fara í rétta átt. Við erum öll að bæta okkur í öllu og það er jákvætt fyrir okkur Íslendinga, upp á fótboltann að gera í framtíðinni," sagði fyrirliðinn.

Chantið er grjóthart
Víkinga- „chantið" sem leikmenn og stuðningsmenn Íslands hafa notað grimmt á EM hefur vakið gríðarlega athygli. Aron Einar fer þar fremst í flokki.

„Þetta er bara grjóthart. Þetta „chant" kemur uphaflega frá Skotlandi held ég en aðilar úr Silfurskeiðinn koma með þetta inn í Tólfuna. Við höfum eignað okkur þetta. Menn eru smeykir við þetta og þetta „representar" okkur fullkomlega. Að vera fremst og stjórna þessu er grjóthart. Ég er virkilega stoltur af þessu og þetta er ótrúlegt."

Vonandi verða Víkingaópin allsráðandi á Stade de France á sunnudag þegar Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Aron í heild

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner