Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 01. júlí 2016 19:00
Magnús Már Einarsson
Aron: Leiðinlegt að færri komast að en vilja
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætlum fyrst og fremst að vinna þetta. Þá verður ennþá betra partý," sagði Aron Einar Gunnarsson við fjölmiðla í dag, aðspurður út í hvernig hann sér móttökurnar fyrir sér á Íslandi eftir EM.

Íslenska landsliðið er taplaust á EM og komið í 8-liða úrslit þar sem liðið mætir Frökkum á sunnudag.

„Við erum ekki að pæla í þessu akkúrat núna en maður sér þetta samt í hyllingum. Það verður gaman að þakka öllum fyrir. Fólk er búið að borga mikið fyrir að koma hingað út. Þetta er dýrt fyrir alla og það er svakalega jákvætt að fólk komi hingað og taki þátt í þessu með okkur."

„Það verður að koma í ljós hvort að þessi dagur verði svona skemmtilegur. Hvenær hann verður ekki, veit ég ekki."


Færri fengu miða en vildu á leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitum og svipað er uppi á teningnum núna gegn Frökkum.

„Englendingarnir bjuggust við að þeir færu áfram og keyptu marga miða en það var allt í góðu, við lokuðum samt stúkunni."

„Ég held að það verði fleiri á þessum leik. Þeir sem höfðu keypt miða áður á mótinu fengu möguleika á að kaupa. Auðvitað er leiðinlegt að færri komist að sem vilja og maður hefur fengið nokkur SMS frá félögum þar sem er verið að biðja um að redda sér. Það er eðlilegt."


Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Aron í heild



Athugasemdir
banner
banner