Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 01. júlí 2016 14:37
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Aron um skeggið: Endurspeglar víkinga lookið
Icelandair
Aron Einar og Dele Alli.
Aron Einar og Dele Alli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson spjallaði við fréttamenn á hóteli í Annecy í dag.

Aron hefur vakið athygli víða um heim fyrir mikið skegg sem hann er með á EM. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann haldi skegginu eftir EM eða ekki.

„Ég er ekki búinn að ákveða það," sagði Aron aðspurður hvort skeggið fari af eftir keppnina.

„Þetta skegg var planað, ég ætlaði alltaf að vera svona á mótinu og mér fannst geðveikt töff að sjá Kára Kristján og Robba Gunn, vel skeggjaða á stórmóti. Þetta endurspeglar víkinga look, ég stal hugmyndinni af þeim."

„Ég ætlaði hugsanlega að raka mig eftir fyrsta leikinn en svo höfum við ekki tapað leik, það er ekki að fara að gerast núna þá."

Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Aron í heild



Athugasemdir
banner
banner