Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. júlí 2016 09:24
Magnús Már Einarsson
Jón Daði: Veit ekki af hverju maður fékk þennan stimpil
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins, segist ekki skilja af hverju margir Íslendingar tengi hann bara við það að hlaupa og berjast í fremstu víglínu.

Jón Daði hefur leikið vel á EM en hann skoraði fyrra mark Íslands gegn Austurríki.

„Ég veit ekki af hverju en maður fékk þennan stimpil á sig að maður gæti bara djöflast og hlaupið. Allir sem eru atvinnumenn í fótbolta ættu nú að geta tekið við boltann og tekið menn á," sagði Jón Daði á fréttamannafundi í dag.

„Það er mikilvægt að hlaupa mikið í þessum leikjum. Það er staðreynd að við erum minna liði í flestum þessum leikjum og við þurfum að hlaupa mikið. Kannski sker ég mig úr þar, ég veit ekki af hverju."

Jón Daði gekk um síðustu áramót til liðs við Kaiserslautern í þýsku B-deildinni eftir að hafa áður leikið með Viking í Noregi.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner