Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. júlí 2016 15:51
Þorsteinn Haukur Harðarson
Kante sagður hafna Arsenal og Man. Utd fyrir Chelsea
Mynd: Getty Images
N´Golo Kante, leikmaður Englandsmeistara Leicester City, er einn eftirsóttasti leikmaður enska boltans um þessar mundir en flest stórlið deildarinnar eru sögð hafa áhuga á honum.

The Telegraph greinir frá því í dag að hann muni hafna nýjum samningstilboði frá Leicester City auk tilboða frá Arsenal og Manchester United til að ganga til liðs við Chelsea.

Klásúla er í samningi leikmannsins við Leicester sem kveður á um að leikmaðurinn verði seldur á 20 milljónir punda. Ef nokkur tilboð koma hefur LEicester þó leyfi til að taka stærsta tilboðinu.

Kante var frábær með liði Leicester þegar liðið vann óvæntan Englandsmeistaratitil í vor. Hann er í EM hópi Frakklands en verður í banni í leiknum gegn Íslandi á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner