Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. júlí 2016 08:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Lars: Erfitt að finna veikleika hjá Frökkum
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback sat fyrir svörum á fréttamannafundi á Annecy í dag, ásamt Birki Má Sævarssyni og Jóni Daða Böðvarssyni.

Leikurinn gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum er núna á sunnudag og fer hann fram á Stade de France.

Hann var spurður út í franska liðið og hvernig liðið geti nýtt sér það að Adil Rami er í banni og verði ekki með.

„Við erum búnir að funda um Frakkana og það skiptir ekki miklu að einhverjir séu í banni. Gæðin eru svo mikil. Við finnum styrkleika og veikleika venjulega en það er erfitt að finna veikleika hjá Frökkum."

„Við reynum að finna eitthvað. Þeir eru sóknarsinnaðir og vilja sækja. Það mikilvægasta er þegar við erum með boltann, hvað við gerum við hann. Við verðum að taka næsta skref í því," sagði Lars.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner