fös 01. júlí 2016 10:02
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Lars: Við erum með sama markmið og 2012
Icelandair
Lagerback á æfingu liðsins.
Lagerback á æfingu liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback var mjög léttur í skapinu þegar hann svaraði spurningum fréttamanna á fundi í dag.

Hann var spurður út í afrekið sem það er að koma Íslandi í 8-liða úrslit á EM. Hann segir leikmennina ekki hafa komið sér á óvart því hann vissi nákvæmnlega hvað þeir gátu og hrósar hann Eiði Smára í leiðinni og segir hann mikilvægan, þó hann hafi ekki spilað mikið.

„Markmið er ennþá það sama og 2012. Okkar meginmarkmið er auðvitað að vinna, það mikilvægasta er að við reynum alltaf að gera 100%. Við byrjum núna með fundum og æfingum fyrir Frakkana."

„Ég þekki þá svo vel að það hefur ekkert komið mér á óvart. Eiður er auðvitað mikilvægur þó hann hafi ekki spilað mikið með reynslunni innan hópsins. Það er mjög jákvætt.

Hann segir það hafa komið sér vel að lengra hefur verið á milli leikja íslenska liðsins en margra annara liða, eins og t.d Portúgal.

„Við erum búnir að vera heppnir því það er langt á milli leikja en við þurfum að jafna okkur. Það sem Portúgal er búið að gera er frábært. Þar sem þeir hafa farið í gegnum tvær framlengingar eftir minni hvíld," sagði Lars.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner