Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. júlí 2016 15:33
Þorsteinn Haukur Harðarson
Mynd: Zlatan boðinn velkominn til Man. Utd með risastóru skilti
Mynd: Getty Images
Fólkið í Manchesterborg er greinilega spennt fyrir komu Zlatan Ibrahimovic og þá sérstaklega þeir sem styðja Manchester United

Zlatan tilkynnti í gær að hann væri á leið til Manchester United og í kjölfarið hefur verið sett upp stórt skilti á einni stærstu göngugötu borgarinnar þar sem Svíinn er boðinn velkominn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skilti á þessum stað er notað til að bjóða menn velkomna því þegar Carlos Tevez fór til Manchester City frá erkióvinunum í Manchester United var blátt skilti með svipuðum texta á sama stað.

Á skiltinu stendur reyndar. Manchester, velkomið til Zlatan.

Mynd af skiltinu má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner