Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. júlí 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Níu íslenskir leikmenn á gulu spjaldi
Icelandair
Níu leikmenn Íslands eru á spjaldi.
Níu leikmenn Íslands eru á spjaldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níu íslenskir leikmenn eru á gulu spjaldi fyrir leikinn gegn Frökkum í 8-liða úrslitum EM á sunnudag.

Eftir 8-liða úrslitin þurrkast gulu spjöldin út í keppninni.

Þeir sem eru á gulu spjaldi núna fara hins vegar í bann í undanúrslitunum ef þeir fá gult í 8-liða.

Níu af ellefu leikmönnum í byrjunarliði Íslands eru á spjaldi en einungis Jón Daði Böðvarsson og Ragnar Sigurðsson hafa ekki fengið spjald á mótinu hingað til.

Ari Freyr Skúlason, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða í banni í undanúrslitunum ef þeir fá spjald á sunnudag og Ísland vinnur leikinn.

Olivier Giroud og Laurent Koscielny eru á spjaldi í liði Frakklands.

Varnarmaðurinn Adil Rami verður í banni gegn Íslandi sem og miðjumaðurinn N'Golo Kante. Þeir fengu báðir sitt annað gula spjald í keppninni í 16-liða úrslitunum gegn Írum.
Athugasemdir
banner