Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 01. júlí 2016 07:40
Magnús Már Einarsson
Russell Crowe orðinn harður stuðningsmaður Íslands
Icelandair
Mynd: Getty Images
Leikarinn Russell Crowe segist vera orðinn harður stuðningsmaður Íslands á EM.

Crowe er fótboltaáhugamaður en hann fæddist í Nýja-Sjálandi.

Crowe er mikill fótboltaáhugamaður og hann hefur verið duglegur að tjá sig á Twitter um leiki mótsins.

Hann hrósaði Íslandi eftir sigurinn á Englandi á mánudag og nú hefur hann greint frá því að Ísland sé hans lið í mótinu.

„Klassa lið Pólverja út gegn Portúgal. Belgar eru mjög erfiðir, Ítalir fallegir, Frakkar sérstakir, Þjóðverjar harðir....fjölskylda mín er að hluta til frá Wales... Hins vegar styð ég Ísland alla leið núna!" sagði Crowe á Twitter ef við þýðum færslu hans á lauslegan hátt.

Færsluna má sjá hér að neðan á ensku.



Athugasemdir
banner
banner