Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. júlí 2016 07:44
Jóhann Ingi Hafþórsson
United tilbúið að borga 80 milljónir fyrir Pogba
Powerade
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Góðan dag og velkomin í slúður dagsins.

Manchester United eru að nálgast Paul Pogba. Hann fór frá liðinu árið 2012 en United er til í að borga 80 milljónir fyrir hann. (Daily Star)

Arsenal hefur tjáð Juventus að Alexis Sanchez sé ekki til sölu. (Daily Mail)

Christian Benteke, sóknarmaður Liverpool er opinn fyrir því að fara til Crystal Palace til að fá að spila meira. (Daily Mirror)

Diego Costa hefur sagt Chelsea að hann vilji fara og gæti hann farið aftur til Atletico Madrid. (Daily Star)

Dimitri Payet hefur verið orðaður við Real Madrid og Inter MIlan en umboðsmaðurinn hans býst við að hann verði áfram hjá West Ham. (Guardian)

Leicester hefur boðið 15 milljónir í Michael Keane, varnarmann Burnley. (Daily Mirror)

Crystal Palace hefur unnið kapphlaupið um að fá Andros Townsend frá Newcastle. Townsend mun kosta liðið 13 milljónir punda. (Daily Telegraph)

Roy Hodgson ætlar ekki að hætta þjálfum eftir að hann hætti með enska liðið. (Daily Telegraph)


Athugasemdir
banner
banner
banner