Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. júlí 2016 09:38
Elvar Geir Magnússon
Annecy
VIP-ummæli verðandi forseta vekja heimsathygli
Icelandair
Guðni Th. Jóhannesson í Frakklandi.
Guðni Th. Jóhannesson í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
CNN, Washington Post og Eurosport eru meðal stórra erlendra fjölmiðla sem hafa fjallað um ummæli verðandi forseta Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson sagði í viðtali að hann ætlaði sér ekki að vera í heiðursstúkunni gegn Frakklandi á sunnudag.

„Af hverju ætti ég að fara í VIP-rýmið og fá mér kampavín þegar ég get gert það hvar sem er í heiminum? Nei ég verð í stúkunni með stuðningsmönnum og verð í Íslandstreyjunni minni," sagði Guðni.

„Með fullri virðingu fyrir liði Frakklands þá ætti það ekki að vanmeta okkur."

Guðni var í stúkunni þegar Ísland vann England 2-1 í 16-liða úrslitum í Nice og heldur áfram að styðja strákanna okkar í 8-liða úrslitum á sunnudag.

Sjá einnig:
Guðni Th.: Hefði farið í treyju af sex ára

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner