Oliver ætti að geta spilað næsta leik
Breiðablik náði ekki að vinna KA á Akureyri í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri stóran hluta leiksins.
Lestu um leikinn: KA 0 - 0 Breiðablik
„Eins og leikurinn þróaðist hefðum við getað fengið öll stigin, einum fleiri í 40 mínútur. Við hefðum getað skapað fleiri færi en KA-menn gerðu vel, unnu vel saman og markvörðurinn þeirra átti frábæran leik," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
„Það var erfitt að sækja á þétta KA-mennina. Það var erfitt að komast í gegnum þá og þeir sýndu mikinn karakter manni færri. Þeir eiga hrós skilið."
Oliver Sigurjónsson var ekki með Blikum í dag vegna meiðsla. Ágúst segir að meiðsli hans séu minniháttar og vonast til að hann spili næsta leik.
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en beðist er velvirðingar á döprum hljóðgæðum.
Athugasemdir