Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. ágúst 2014 16:30
Eyþór Ernir Oddsson
Aubameyang ekki á förum frá Dortmund
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang leitast ekki eftir því að fara frá Borussia Dortmund þrátt fyrir orðróma þess efnis.

Þessi snöggi 25 ára gamli framherji hefur aðeins verið eitt tímabili í Þýskalandi, en hann kom frá Saint-Etienne sumarið 2013.

Hann átti erfitt með að brjótast í byrjunarlið Dortmund manna þar sem hann keppti um stöðu meðal annars við Robert Lewandowski, sem nú er farinn til Bayern Munchen.

Ciro Immobile hefur verið keyptur í hans stað og því ljóst að nóg verður um samkeppni hjá Dortmund.

Aubameyang segir að hann hafi heyrt slúðrið, en sé undir samning hjá Dortmund til júní 2018 og enginn klúbbur hafi reynt að fá sig burt frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner