Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 01. ágúst 2014 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Forseti Napoli staðfestir áhuga á Fellaini
Marouane Fellaini.
Marouane Fellaini.
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, hefur staðfest áhuga félagsins á belgíska miðjumanninum Marouane Fellaini, leikmanni Manchester United.

Fellaini gekk í raðir United fyrir einungis ári síðan, en átti algjört martraðatímabil á Old Trafford og er talið líklegt að hann verði seldur í sumar.

,,Nafn Fellaini er á listanum fyrir miðjumenn, en hann er ekki sá eini," sgaði De Laurentiis.

United greiddi Everton 27,5 milljónir punda fyrir Fellaini en hann gæti verið seldur fyrir helming þeirrar upphæðar í sumar.
Athugasemdir
banner