fös 01. ágúst 2014 12:00
Eyþór Ernir Oddsson
Henderson: Verð að halda áfram að bæta mig
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, leikmaður Liverpool segir að hann verði að stíga upp fyrir bæði Liverpool og enska landsliðið eftir brotthvarf áhrifamikilla leikmanna.

Leikmennirnir sem um ræðir er Steven Gerrard, sem er hættur að spila með enska landsliðinu og Luis Suarez, sem fór frá Liverpool til Barcelona fyrr í sumar.

,,Við verðum allir að stíga upp, það verður að vera markmiðið hvort sem Luis væri hér eða ekki."

,,Þú verður alltaf að bæta þig sem leikmaður. Þú verður að vera að læra af mönnum eins og Stevie. Mér finnst ég vera að þroskast, ég er eldri og ég verð að bæta mig frá síðasta tímabili."

,,Fyrir England er ég aðeins eldri en sumir en ég hef alist upp með þeim í gegnum U21 þar sem ég var fyrirliði og ég á góð tengsl við þá. Ef ég verð í liðinu tek ég meiri ábyrgð, sérstaklega þar sem Stevie er hættur."

,,Hann er ábyggilega besti leikmaður sem landið hefur átt, svo að þú ert ekki að fara að taka við af leikmanni eins og honum. Við verðum að þróa unga hæfileika og við höfum mikð af þeim. Við verðum að sýna þeim hve góðir við erum."

,,Leikmenn eins og ég, Jack Wilshere og Ross Barkley verðum að taka meiri leiðtogastöðu en áður."

Athugasemdir
banner
banner