Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 01. ágúst 2014 10:00
Eyþór Ernir Oddsson
Koeman: Schneiderlin fer ekki fet
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, þjálfari Southampton, þvertekur fyrir að miðjumaðurinn Morgan Schneiderlin sé á förum frá félaginu.

Schneiderlin hefur lagt inn sölubeiðni en hann þykir ósáttur með stöðu mála hjá félaginu sem hefur misst fimm af lykilmönnum seinustu leiktíðar og auk fleiri smájaxla.

Talið er að Tottenham hafi áhuga á þessum snjalla miðjumanni en þar myndi Schneiderlin hitta þjálfara Southampton á seinustu leiktíð, Mauricio Pochettino.

,,Ég ætla ekki að tala um það enda ákvörðun stjórnarinnar. Hann er Southampton leikmaður og verður það áfram," sagði Koeman við SkySports News aðspurður um sölubeiðni Morgan.

,,Ég talaði við Morgan fyrir tveimur dögum en hann er ekki enn í nógu góðu formi til að spila vináttuleik. Hann þarf að æfa meira. Ef hann verður tilbúinn mun hann spila."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner