Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. ágúst 2014 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Mourinho: Lukaku vildi ekki berjast um framherjastöðuna
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að framherjinn Romelu Lukaku hafi ekki verið tilbúinn til að berjast um stöðu sína hjá þeim bláklæddu.

Lukaku var í gær seldur til Everton fyrir 28 milljónir punda, en þessi 21 árs gamli framherji skoraði 15 mörk með Everton sem lánsmaður á síðustu leiktíð.

Að sögn Mourinho sóttist Lukaku eftir framherjastöðu Chelsea, en þegar hún var ekki tryggð virtist Lukaku ekki reiðubúinn til að berjast um hana.

,,Fyrst og fremst, þá lá það alltaf ljóst fyrir okkur með Romelu að viðhorf hans og andlegi þáttur voru þannig að hann var ekki mjög ákveðinn í að leggja sig fram fyrir Chelsea," sagði Mourinho.

,,Hann vildi spila fyrir Chelsea, en augljóslega bara sem aðal framherjinn og hjá félagi af okkar stærð er mjög erfitt að lofa leikmanni þá stöðu."

,,Það dróg mjög úr vilja hans í að vera hjá okkur. Eftir það kom Everton með gott tilboð og því við viljum beygja okkur undir reglurnar um fjárhag félaga, þá verður að meta stöðuna í svona tilvikum."
Athugasemdir
banner
banner
banner