banner
   fös 01. ágúst 2014 11:20
Elvar Geir Magnússon
U17 mætir Færeyjum í leik um hvort liðið endar neðst
U17 landsliðið er án sigurs í Danmörku.
U17 landsliðið er án sigurs í Danmörku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Strákarnir í U17 landsliðinu hafa ekki riðið feitum hesti frá Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.

Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Finnum í lokaleik liðsins í riðlakeppninni og endaði því í neðsta sæti riðilsins með eitt stig.

Strákarnir leika á morgun gegn Færeyingum sem enduðu í neðsta sæti í hinum riðlinum. Leikurinn verður um sjöunda sæti mótsins en það lið sem tapar endar neðst.

Leikurinn hefst klukkan 10:00 að íslenskum tíma á morgun.

Það verða Noregur og Svíþjóð sem leika til úrslita á mótinu og Danir og Englendingar mætast í leik um þriðja sætið. Bandaríkin og Finnland leika svo um fimmta sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner