fös 01. ágúst 2014 13:00
Eyþór Ernir Oddsson
Van Nistelrooy ráðinn aðstoðarþjálfari Hollands
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmaður Manchester United og Real Madrid hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins ásamt Danny Blind.

Þeir tveir munu því vinna saman ásamt Guus Hiddink þjálfara, en Danny Blind hefur verið ráðinn til að taka við af Hiddink eftir EM 2016.

Ruud van Nistelrooy er vel þekkt nafn í enska boltanum en hann gerði það gott hjá Manchester United snemma á þessari öld en hann var meðal annars þrívegis markakóngur í Meistaradeildinni.

Patrick Lodewijks verður einnig ráðinn hjá hollenska landsliðinu sem markmannsþjálfari, en hann tekur við af Frans Hoek sem var markmannsþjálfari Hollands á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner