Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 01. ágúst 2015 17:30
Elvar Geir Magnússon
Kvennalið Chelsea vann sinn fyrsta stóra titil
Mynd: Getty Images
Í dag fór fram úrslitaleikur FA-bikars kvenna en þar vann Chelsea 1-0 sigur gegn Notts County. Þetta var fyrsti stóri titill Chelsea í kvennaflokki.

Þetta var í fyrsta sinn sem úrslitaleikurinn í kvennaflokki fer fram á Wembley en yfir 30 þúsund áhorfendur voru mættir sem er met.

Sóknarmaðurinn Ji So-yun skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning Eniola Aluko en sigurinn var verðskuldaður. Notts County var að leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik.

Katie Chapman, fyrirliði Chelsea, hefur níu sinnum á ferlinum orðið bikarmeistari. Áður hafði hún fagnað sigrum með Millwall, Fulham, Charlton og Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner