Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 01. ágúst 2015 17:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Kári Árna lék allan leikinn í endurkomu Malmö
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Åtvidaberg 2 - 2 Malmö
1-0 Kristian Bergström ('25)
2-0 Mauricio Albornoz ('30)
2-1 Nikola Djurdjic ('47, víti)
2-2 Nikola Djurdjic ('53)

Kári Árnason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Malmö sem gerði 2-2 jafntefli við Åtvidaberg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Hlutirnir litu ekki vél út hjá Malmö í hálfleik en þá var staðan 2-0 fyrir Åtvidabergs.

En Nikola Djurjic kom Malmö til bjargar og skoraði tvö mörk á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiks og jafnaði metin og þar við sat.

Malmö er í 4. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Djurgården.
Athugasemdir
banner
banner
banner