Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, var ánægður eftir markalaust jafntefli við Keflavík á heimavelli.
Selfoss er í 6. sæti Inkasso-deildarinnar, fimm stigum á eftir Keflvíkingum sem eru í 4. sæti.
Selfoss er í 6. sæti Inkasso-deildarinnar, fimm stigum á eftir Keflvíkingum sem eru í 4. sæti.
„Ég er mjög ánægður með liðið. Mér fannst við sýna mikinn kraft, gott skipulag, héldum hreinu, spiluðum mjög góðan varnarleik og Vignir ver víti," sagði Gunni.
„Við vorum klaufar oft á síðasta þriðjungnum, ákvarðanatakan var oft ekki nógu góð og svo féll touchið ekki fyrir okkur í þessum góðu færum."
Gunni hljómar spenntur fyrir framtíð Selfoss liðsins og segir það vera markmið félagsins að fara upp í Pepsi-deildina á næstu þremur árum.
„Við erum með yfirlýst markmið að stefna upp á næstu þrem árum og erum í uppbygingarfasa. Til dæmis í dag settum við ungan strák inn í sinn fyrsta meistaraflokksleik og hikum ekkert við það.
„Skammtímamarkmiðið er áfram að reyna að vinna leiki, komast nær bestu liðunum og í rauninni að vera að keppa við efstu liðin, en ekki vera að keppa við liðin sem eru fyrir neðan okkur."
Athugasemdir