Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: „Við hefðum getað klárað leikinn“
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
   mán 01. ágúst 2016 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Gunni Borgþórs: Klaufar á síðasta þriðjungnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, var ánægður eftir markalaust jafntefli við Keflavík á heimavelli.

Selfoss er í 6. sæti Inkasso-deildarinnar, fimm stigum á eftir Keflvíkingum sem eru í 4. sæti.

„Ég er mjög ánægður með liðið. Mér fannst við sýna mikinn kraft, gott skipulag, héldum hreinu, spiluðum mjög góðan varnarleik og Vignir ver víti," sagði Gunni.

„Við vorum klaufar oft á síðasta þriðjungnum, ákvarðanatakan var oft ekki nógu góð og svo féll touchið ekki fyrir okkur í þessum góðu færum."

Gunni hljómar spenntur fyrir framtíð Selfoss liðsins og segir það vera markmið félagsins að fara upp í Pepsi-deildina á næstu þremur árum.

„Við erum með yfirlýst markmið að stefna upp á næstu þrem árum og erum í uppbygingarfasa. Til dæmis í dag settum við ungan strák inn í sinn fyrsta meistaraflokksleik og hikum ekkert við það.

„Skammtímamarkmiðið er áfram að reyna að vinna leiki, komast nær bestu liðunum og í rauninni að vera að keppa við efstu liðin, en ekki vera að keppa við liðin sem eru fyrir neðan okkur."

Athugasemdir
banner
banner