Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   sun 01. september 2013 16:13
Daníel Freyr Jónsson
Glen Johnson yfirgaf Anfield á hækjum
Glen Johnson, varnarmaður Liverpool, fór meiddur af velli í 1-0 sigri liðsins á Manchester United í dag.

Johnson lenti í samstuð við Patrice Evra, leikmann United, í síðari hálfleik og slasaðist hann á ökkla við það. Honum var fljótlega skipt af velli í stað Andrew Wisdom.

Ekki er ljóst hve alvarleg meiðslin eru, en Johnson sást yfirgefa Anfield í spelkum og studdist hann við hækjur.

Það væri gríðarlegt áfall fyrir Liverpool að missa Johnson í meiðsli, en þá eru einnig framundan mikilvægir leikir hjá enska landsliðinu í undankeppni Heimsmeistaramótsins.
Athugasemdir
banner
banner