Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 01. september 2014 08:45
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Sex á förum frá Manchester United
Powerade
Falcao gæti verið á leið í enska boltann.
Falcao gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Fer Cleverley til Aston Villa eða ekki?
Fer Cleverley til Aston Villa eða ekki?
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn í Englandi lokar klukkan 23:00 í kvöld. Hér er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í morgun.



Manchester City og Arsenal býðst að kaupa Radamel Falcao framherja Monaco á 55 milljónir punda. (Guardian)

Arsenal ætlar að bjóða í Carlos Bacca framherja Sevilla. (Metro)

Manchester United mun óska eftir að fá fimm milljónir punda ef eitthvað félag vill fá Danny Welbeck á láni út tímabilið. (Sun)

Roma hefur unnið Arsenal í kapphlaupinu um Adrein Rabiot miðjumann PSG. (Daily Express)

Joel Campbell, framherji Arsenal, hefur óskað eftir því að fara til Benfica á láni. (O Jogo)

Óvíst er hvort Tom Cleverley fari frá Manchester United til Aston Villa þar sem háar launakröfur eru að setja strik í reikninginn. (Daily Telegraph)

Sunderland er að krækja í framherjann Ricky Alvarez á láni frá Inter. (Sunderland Echo)

Tottenham ætlar að reyna að fá Jay Rodriguez framherja Southampton en Andros Townsend gæti farið sem hluti af kaupverðinu. (Independent)

Ronald Koeman, stjóri Southampton, vill fá Nathan Redmond kantmann Norwich og Virgil van Dijk varnarmann Celtic. (Sun)

Gus Poyet, stjóri Sunderland, vonast ennþá til að krækja í Fabio Borini frá Liverpool. (Sunderland Echo)

Forráðamenn Valencia hafa fundað með umboðsmönnum Alvaro Negredo framherja Manchester City. (Marca)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, hefur sagt Ed Woodward framkvæmdastjóra félagsins að finna félög sem eru til í að kaupa sex leikmenn sem eru ekki inni í myndinni. (Caught Offside)

Jermain Defoe, framherji Toronto, gæti verið á leið til QPR. (Guardian)

Lyon hefur hafnað tilboði frá Newcastle í framherjann Alexandre Lacazette. (Chronicle)

Mabou Yanga-Mbiwa, varnarmaður Newcastle, gæti farið til Roma á láni. (L'Equipe)

Newcastle er að krækja í varnarmanninn Toby Alderweireld frá Atletico Madrid. (Mundodeportivo)

Manchester United hefur áhuga á Kevin Strootman miðjumanni Roma en félagið mun ekki geta keypt hann fyrr en í janúar. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner