mán 01. september 2014 15:06
Elvar Geir Magnússon
Abel Hernandez til Hull - Dýrastur í sögu félagsins (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hull City hefur gengið frá kaupum á úrúgvæska sóknarmanninum Abel Hernandez frá Palermo á Ítalíu. Hann er orðinn dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Hernandez er 24 ára og lék á HM í Brasilíu en hann hefur skrifað undir samning til þriggja ára.

Kaupverðið er í kringum 10 milljónir punda en Jake Livermore var sá dýrasti í sögu Hull, keyptur á 8 milljónir punda.

„Það er frábært að fá Abel og sýnir hve langt félagið hefur náð á skömmum tíma," segir Steve Bruce, stjóri Hull.

Hernandez skoraði 31 mark í 111 leikjum fyrir Palermo en hann á 7 mörk í 14 landsleikjum fyrir Úrúgvæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner